Enski boltinn

Stig nægði Grétari Rafni og félögum ekki til að sleppa úr fallsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton.
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton. Mynd/AFP

Íslendingaliðin Burnley og Bolton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bolton komst yfir en Burnley náði að jafna og kom því í veg fyrir að Grétar Rafn Steinsson og félagar kæmust upp úr fallsæti. Bolton-menn gátu þó talist heppnir að Burnley bætti ekki fleiri mörkum við og tryggði sér sigurinn.

Matthew Taylor kom Bolton í 1-0 með marki beint úr aukaspyrnu á 28. mínútu en David Nugent náði að jafna leikinn með skallamarki á 57. mínútu.

Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn í hægri bakvarðarstöðunni hjá Bolton en Jóhannes Karl Guðjónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Burnley.

Bolton er með 17 stig í 18. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Wigan sem situr í siðasta örugga sætinu. Burnley er í 13. sætinu með 20 stig en liðið hefur ekki náð að vinna í síðustu átta leikjum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×