Enski boltinn

Redknapp: Ekkert kauptilboð borist í Hutton

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alan Hutton.
Alan Hutton. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham neitar því að Hull sé að ganga frá kaupum á bakverðinum Alan Hutton, en illa hefur gengið hjá Phil Brown og félögum á leikmannamarkaðnum í sumar.

„Hull hefur ekki boðið í Hutton. Ég veit ekki hvaðan orðrómurinn er kominn og veit ekkert um þetta mál," er haft eftir Redknapp en breskir fjölmiðlar vildu meina að Hull hefði lagt fram 7 milljón punda kauptilboð í leikmanninn.

Skoski landsliðsmaðurinn Hutton hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Tottenham síðan hann kom til félagsins frá Rangers fyrir 18 mánuðum síðan á 9 milljónir punda. Hann hefur aðeins spilað 26 leiki á meiðslumhrjáðum tíma sínum í Lundúnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×