Innlent

Aðalmeðferð í máli gegn forsvarsmönnum Baugs frestað

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Baugi Group og Fjárfestngarfélaginu Gaumi vegna meintra skattalagabrota hefur frestast.

Aðalmeðferð tafðist þar sem sakborningar í málinu kærðu þá niðurstöðu héraðsdóms að hafna kröfum þeirra um að gögn ákæruvaldsins yrðu lögð fram í öðru formi en þau voru lögð fram í, en þeir héldu því fram að framlagningin rúmaðist ekki innan laga um meðferð sakamála. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði málsástæðum þeirra og er beðið niðurstöðu Hæstaréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×