Fótbolti

Byrjunarlið Englands gegn Kazakhstan

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Matthew Upson er í byrjunarliði Englands.
Matthew Upson er í byrjunarliði Englands. Nordicphotos/GettyImages

Robert Green stendur í marki Englendinga sem mæta Kazakhstan í undankeppni HM en leikurinn hefst klukkan 15.00.

Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Matthew Upson er í vörninni en Rio Ferdinand er meiddur.Þá er Steven Gerrard á miðjunni en óljóst er hvort hann verði vinstra megin eða með Frank Lampard á miðjunni.

Byrjunarlið Englands:

Markmaður: Robert Green

Varnarmenn: Glen Johnson, John Terry, Matthew Upson, Ashley Cole.

Miðjumenn: Theo Walcott, Gareth Barry, Frank Lampard, Steven Gerrard

Framherjar: Wayne Rooney, Emile Heskey.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×