Enski boltinn

Joe Cole að framlengja við Chelsea

Ómar Þorgeirsson skrifar
Joe Cole.
Joe Cole. Nordic photos/AFP

Samkvæmt frétt í Evening Standard er miðjumaðurinn Joe Cole nálægt því að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea en sögusagnir voru á kreiki um að leikmaðurinn kynni að yfirgefa herbúðir félagsins í sumar.

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, er yfirlýstur aðdáandi hins 27 ára gamla Cole og var sterklega orðaður við leikmanninn á dögunum en Cole spilaði undir stjórn hans hjá West Ham á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×