Fótbolti

Burley verður ekki rekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Burley og aðstoðarmaður hans, Terry Butcher.
Burley og aðstoðarmaður hans, Terry Butcher.

Formaður skoska knattspyrnusambandsins, George Smith, segir að George Burley verði ekki rekinn sem landsliðsþjálfari í kjölfar 4-0 tapsins gegn Norðmönnum.

Hann vildi samt ekki útiloka að breytingar yrðu gerðar eftir riðlakeppnina en Skotar eiga örlítinn möguleika á að ná öðru sætinu.

Burley hefur aðeins tvo af þeim tíu landsleikjum sem hann hefur stýrt skoska landsliðinu. Báðir sigrarnir komu gegn Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×