„Þetta var sársaukafullt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:52 Heimir Hallgrímsson svekkir sig eftir að Portúgal skorar markið sitt í uppbótatíma leiksins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu voru hársbreidd frá því að landa stigi á móti portúgalska landsliðinu í gær. Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira
Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira