Körfubolti

Hilmar skoraði 11 stig í sigri

Árni Jóhannsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson skýtur á körfuna með stuðningsmenn Grindavíkur í bakinu.
Hilmar Smári Henningsson skýtur á körfuna með stuðningsmenn Grindavíkur í bakinu. Vísir/Guðmundur

Hilmar Smári Henningsson spilaði rúmar 16 mínútur fyrir BC Jonava í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Litháen í dag. Liðið sigraði Nevėžis-Loan Club 86-82 og skoraði Hilmar Smári 11 stig.

BC Jonava lyfti sér af botni deildarinnar með sigrinum og eru í áttunda sæti deildarinnar en Nevėžis-Loan Club datt niður í fallsætið í leiðinni. Búið er að spila fimm umferðir í deildinni og Hilmar Smári hefur farið vel af stað.

Hann hefur skorað 13,6 stig að meðaltali í leik, náð í 3,2 fráköst og gefið tæpar tvær stoðsendingar en mínútum hans hefur farið fækkandi en hann spilaði meira en 25 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins og mest skoraði hann 19 stig í leik gegn Zalgiris í fyrsta leik liðsins í vetur.

Næsti leikur BC Jonava er gegn Juventus Utena í litháíska bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×