Innlent

Hannaði hjálpartæki gleðinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maður kemst ekki hjá því að brosa ef maður er með brosarann.
Maður kemst ekki hjá því að brosa ef maður er með brosarann.
„Kínversk speki segir að ef þú brosir fimm sinnum á hverjum degi án tilefnis, breytir þú lífi þínu á níutíu dögum," segir listamaðurinn Gegga, eða Helga Birgisdóttir, sem hefur hannað svokallaðan brosara sem fólk getur nýtt sér til þess að fást við lífið og tilveruna.

„Ég er þannig að ég trúi sjálf að maður geti stýrt dálítið lífi sínu með hugsunum sínum og að maður sé skapari síns eign lifs. Ef þú ert mjög fúll eða eitthvað annað að þá dregur þú að þér meiri erfiðleika. En ef þú ert kátur og léttur og jákvæður að þá dregur þú að þér meiri jákvæðni," segir Gegga. Hún bendir að að gamalt máltæki segi að ef maður brosi að þá brosi heimurinn á móti. „Málið er að þetta er satt. Það er búið að rannsaka það meira að segja með vísindalegri rannsókn," segir Gegga.

Hún segist hafa verið búin að vera að hugsa um brosarann í dálítinn tíma en hún hafi aldrei gengið það langt að klára hugmyndina fyrr en kreppan skall á. Þá hafi runnið upp fyrir henni að það væri full þörf fyrir brosarann. „Ég meira að segja sagði sjálf upp vinnunni minni, ég er hjúkka, og ég sagði upp þegar kreppan skall á í október. Því svona er ég. Ég læt drauma mína rætast og læt ekki ytri aðstæður stöðva mig - innan skynsamlegra marka þó," segir Gegga.

Brosarinn, sem Gegga hefur hannað, er handgerður skartgripur, gerður úr postulíni og silfri. Gegga segir að formið vísi í bein því það sé jú vitað að hundar dilli skottinu þegar þeir sjái slíkan dýrgrip. Gegga segir að gripurinn sé hjálpartæki sem sé notaður sem skartgripur á milli þess sem hann er í munnvikunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×