Hjúkrunarrými fyrir níu milljarða 14. október 2009 06:00 Ríkisstjórnin samþykkti í gær að heimila Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, að vinna að hugmyndum um byggingu 361 hjúkrunarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012. Að sögn Árna Páls yrði kostnaður við verkefnið um níu milljarðar króna. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar úr Íbúðalánasjóði en breyta þarf lögum til að heimila sjóðnum að veita 100 prósenta lán til byggingar hjúkrunarheimila með fjörutíu ára lánstíma og 4,6 prósenta vöxtum. Lögum um Framkvæmdasjóði aldraðra yrði einnig breytt þannig að árin 2012 og 2013 greiði framkvæmdasjóðurinn rekstrar- og leigukostnað þannig að aukinn rekstrarkostnaður falli ekki á ríkissjóð fyrr en 2014. Forsenda þess að lánað verði til framkvæmda er að hlutaðeigandi sveitarfélag hafi gert samning við fjármála- og félagsmálaráðuneytið um leigugreiðslur til fjörutíu ára. Árni Páll sagði stefnt að því að Framkvæmdasjóður gæti létt undir með sveitarfélögunum hvað varðar þeirra kostnað fyrstu árin. Alls verða 224 af hjúkrunarrýmunum 361 byggð í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Um 200 rými á að taka í notkun í staðinn fyrir fjölbýlisrými, þannig að af þessum 361 verða um 160 ný hjúkrunarrými. Árni Páll sagði að ríkisstjórnin hefði í gær falið honum að vinna að frekari útfærslu málsins í samstarfi við fjármálaráðherra og leita samninga við sveitarfélög. Markmiðið er að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um nauðsynlegar lagabreytingar strax á næstu vikum. „Það er mikilvægt að horfa til framtíðar á krepputímum," sagði Árni Páll. „Ef við getum fundið leið til þess að gera þetta núna án þess að það leiði til aukaútgjalda fyrir ríkissjóð á þessum viðkvæmu tímum fram til 2014 eigum við tvímælalaust að ráðast í þetta verkefni." - pg Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að heimila Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, að vinna að hugmyndum um byggingu 361 hjúkrunarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012. Að sögn Árna Páls yrði kostnaður við verkefnið um níu milljarðar króna. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar úr Íbúðalánasjóði en breyta þarf lögum til að heimila sjóðnum að veita 100 prósenta lán til byggingar hjúkrunarheimila með fjörutíu ára lánstíma og 4,6 prósenta vöxtum. Lögum um Framkvæmdasjóði aldraðra yrði einnig breytt þannig að árin 2012 og 2013 greiði framkvæmdasjóðurinn rekstrar- og leigukostnað þannig að aukinn rekstrarkostnaður falli ekki á ríkissjóð fyrr en 2014. Forsenda þess að lánað verði til framkvæmda er að hlutaðeigandi sveitarfélag hafi gert samning við fjármála- og félagsmálaráðuneytið um leigugreiðslur til fjörutíu ára. Árni Páll sagði stefnt að því að Framkvæmdasjóður gæti létt undir með sveitarfélögunum hvað varðar þeirra kostnað fyrstu árin. Alls verða 224 af hjúkrunarrýmunum 361 byggð í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Um 200 rými á að taka í notkun í staðinn fyrir fjölbýlisrými, þannig að af þessum 361 verða um 160 ný hjúkrunarrými. Árni Páll sagði að ríkisstjórnin hefði í gær falið honum að vinna að frekari útfærslu málsins í samstarfi við fjármálaráðherra og leita samninga við sveitarfélög. Markmiðið er að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um nauðsynlegar lagabreytingar strax á næstu vikum. „Það er mikilvægt að horfa til framtíðar á krepputímum," sagði Árni Páll. „Ef við getum fundið leið til þess að gera þetta núna án þess að það leiði til aukaútgjalda fyrir ríkissjóð á þessum viðkvæmu tímum fram til 2014 eigum við tvímælalaust að ráðast í þetta verkefni." - pg
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira