Innlent

Braut tönn á dansleik

Þrjár líkamsárásir áttu sér stað á Húsavík í nótt. Þar var blásið til mikils dansleiks að sögn lögreglu og mættu fjölmargir. Mikið var um pústra en í einu tilfellinu braut árásamaður tennur þess sem var sleginn. Lögreglan á Húsavík gerir ráð fyrir að það mál verði kært í dag.

Þá var ein stúlka með áverka eftir að hafa lent í átökum. Svo var annar maður sleginn. Lögreglan gerir einnig ráð fyrir að þessi mál verði kærð.

Mikill erill var hjá lögreglunni á Húsavík. Hann var þó bundinn við skemmtanahaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×