Innlent

Ók ölvaður og slasaði fernt

DRíflega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda alvarlegu bílslysi undir áhrifum áfengis í febrúar 2007.

Maðurinn ók mjög ölvaður um Breiðholt og lenti í árekstri við tvo bíla. Fyrst ók hann utan í bíl, sem var á fullri ferð, og síðan tvívegis á annan bíl sem valt við það út af veginum.

Ökumaður og farþegar í þeim bíl slösuðust talsvert. Kona á fertugsaldri hálsbrotnaði, önnur sköflungsbrotnaði og tveir farþegar til viðbótar hlutu minni meiðsl. Maðurinn er sviptur ökurétti í tvö ár. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×