Innlent

Jón Gerald: Dapurleg endalok Baugs

Jón Gerald Sullenberger þykir endalok Baugs dapurleg.
Jón Gerald Sullenberger þykir endalok Baugs dapurleg.

„Mín fyrstu viðbrögð eru að það er mjög dapurt að þetta skuli enda svona," segir Jón Gerald Sullenberger athafnamaður, um úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Baugi var synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun. Jóni þykir örlög Baugs sorgleg, þá sérstaklega í ljósi þess að þeir fóru vel af stað í upphafi að hans mati.

„En einhvernveginn fóru þeir út af brautinni og misstu sig í græðginni," segir Jón Gerald sem sjálfur er mikill örlagavaldur hjá Baugi en uppruna Baugsmálsins svokallaða mátti rekja til hans og varð að dómsmáli þar sem Jón Ásgeir var að lokum dæmdur fyrir skattsvik. Þá heldur Jón Gerald einnig úti heimasíðunni baugsmalid.is.

Jón segir að fylleriíð sé búið, endalaok Baugs hafi verið dramatísk, nú þurfi að snúa sér að uppbyggingu nýs samfélags.

„Þetta er frekar ákveðin staðfesting á því sem ég hef lengi haldið fram," svarar Jón Gerald þegar hann er spurður hvort hann upplifi endalok Baugs sem nokkurskonar sigur eftir að hafa barist lengi gegn viðskiptaveldinu.

Sjálfur er Jón Gerald að fara opna lágvöruverslun eins og hann tilkynnti í Silfri Egils á síðasta ári. Aðspurður segir hann vonir standi til að fyrsta búðin verði opnuð í Kópavogi innann fárra mánaða. Enn sé þó nokkur vinna eftir, hann segir að kynningafundur fyrir hugsanlega hluthafa verði haldinn á morgun.

„Ef allt gengur eftir, þá sprettur ný lágvöruverslun fram," segir hann að lokum.






Tengdar fréttir

Baugur vildi bíða betri tíðar

Baugur, sem var hafnað um áframhaldandi greiðslustöðvun í hádeginu, skuldar 148 milljarði umfram eignir samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá segir í dómsorði að þeir hafi viljað áframhaldandi greiðslustöðvun til þess að bíða betri tíðar. Þar kemur einnig fram að ekki hafi verið raunhæfur möguleiki hjá Baugi að koma nýrri skipan á fjármál sín.

Skiptir engu hver fer með forræði yfir Baugi

Skilanefnd Glitnis segir engu máli skipta hvort Baugur sé undir forræði núverandi eigenda eða skiptastjóra fyrir hönd kröfuhafa. Eins og greint var frá á Vísi í morgun halda forráðamenn Baugs því fram að verði ekki fallist á áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs muni ríkið tapa sjö milljörðum í formi bréfa í Debenhams verslunarkeðjunni sem eru í vörslu breska bankans HSBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×