Enski boltinn

Ronaldo: Real Madrid-draumurinn er dauður

NordicPhotos/GettyImages

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur nú gefið út yfirlýsingu sem ætti að kæta stuðningsmenn Manchester United.

Ronaldo var mikið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid í fyrra og lýsti því yfir að það væri draumur sinn að spila með Real. Flestir hölluðust að því að hann færi til Spánar en Sir Alex Ferguson náði að telja hann af því.

Ronaldo hefur spilað stórt hlutverk hjá United í ár líkt og í fyrra og er liðið hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn á Englandi.

Hann segist vera búinn að afskrifa þann möguleika að fara til Real Madrid.

"Ég hugsa ekki lengur um að fara til Madrid. Sá draumur er dauður. Það eina sem mig dreymir núna er að vinna Meistaradeildina aftur í Róm," sagði Ronaldo í samtali við The People.

Ronaldo á þrjú ár eftir af samningnum sem hann skrifaði undir hjá United árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×