Ofurlaun þrátt fyrir nauðasamning Stoða 27. ágúst 2009 03:15 Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri Stoða sem áður hét FL Group, er enn á ofurlaunum hjá félaginu þótt það hafi komist í þrot fyrr á árinu og sé nú í meirihlutaeigu ríkisfyrirtækja. Eiríkur Elís Þorláksson hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nýrrar stjórnar Stoða, sagðist í gær ekkert vilja segja að svo stöddu um launakjör Jóns sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra hjá Stoðum í höndum nýju eigendanna. Ekki náðist í Jón sjálfan í gær. Samkvæmt öðrum heimildum Fréttablaðsins er unnið að því að semja upp á nýtt við Jón um starfskjörin og þá á allt öðrum og lágstemmdari nótum en í samningi Jóns við fyrri eigendur. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs námu tekjur Jóns Sigurðssonar 9,4 milljónum króna á mánuði í fyrra. Það eru um það bil tíu sinnum hærri laun en forsætisráðherra hefur um þessar mundir. Eins og kunnugt er hafa ríkisstjórnarflokkarnir þá stefnu að enginn starfsmaður stofnana og félaga í meirihlutaeigu ríkisins hafi hærri laun en forsætisráðherrans. Nauðasamningar Stoða við kröfuhafa félagsins voru staðfestir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan júní í sumar. Félagið óskaði eftir greiðslustöðvun um leið og ríkið tók yfir Glitni í lok september í fyrra. Stoðir áttu 32 prósenta hlut í Glitni. Nauðasamningarnir fólu í sér að hlutafé fyrri eigenda Stoða var afskrifað og eignuðust gamli Glitnir um þriðjungshlut og NBI - eða Nýi-Landsbankinn - um fjórðungshlut í Stoðum. Þegar Stoðir fengu heimild til að leita nauðasamninga í apríl námu skuldir félagsins um 280 milljörðum króna en eignir um 80 milljörðum. Helstu eignir Stoða í dag eru Tryggingamiðstöðin og stór hluti í evrópska drykkjavörurisanum Refresco sem er með höfuðstöðvar í Hollandi. - gar Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri Stoða sem áður hét FL Group, er enn á ofurlaunum hjá félaginu þótt það hafi komist í þrot fyrr á árinu og sé nú í meirihlutaeigu ríkisfyrirtækja. Eiríkur Elís Þorláksson hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nýrrar stjórnar Stoða, sagðist í gær ekkert vilja segja að svo stöddu um launakjör Jóns sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra hjá Stoðum í höndum nýju eigendanna. Ekki náðist í Jón sjálfan í gær. Samkvæmt öðrum heimildum Fréttablaðsins er unnið að því að semja upp á nýtt við Jón um starfskjörin og þá á allt öðrum og lágstemmdari nótum en í samningi Jóns við fyrri eigendur. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs námu tekjur Jóns Sigurðssonar 9,4 milljónum króna á mánuði í fyrra. Það eru um það bil tíu sinnum hærri laun en forsætisráðherra hefur um þessar mundir. Eins og kunnugt er hafa ríkisstjórnarflokkarnir þá stefnu að enginn starfsmaður stofnana og félaga í meirihlutaeigu ríkisins hafi hærri laun en forsætisráðherrans. Nauðasamningar Stoða við kröfuhafa félagsins voru staðfestir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan júní í sumar. Félagið óskaði eftir greiðslustöðvun um leið og ríkið tók yfir Glitni í lok september í fyrra. Stoðir áttu 32 prósenta hlut í Glitni. Nauðasamningarnir fólu í sér að hlutafé fyrri eigenda Stoða var afskrifað og eignuðust gamli Glitnir um þriðjungshlut og NBI - eða Nýi-Landsbankinn - um fjórðungshlut í Stoðum. Þegar Stoðir fengu heimild til að leita nauðasamninga í apríl námu skuldir félagsins um 280 milljörðum króna en eignir um 80 milljörðum. Helstu eignir Stoða í dag eru Tryggingamiðstöðin og stór hluti í evrópska drykkjavörurisanum Refresco sem er með höfuðstöðvar í Hollandi. - gar
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira