Innlent

Utanríkismálanefnd fundar um viðbrögð Breta og Hollendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, er formaður utanríkismálanefndar.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, er formaður utanríkismálanefndar.
Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan átta í morgun og er eina dagskrárefni fundarins viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgð á Icesave samkomulaginu.

Eins og komið hefur fram, meðal annars í Fréttablaðinu í morgun, krefjast þjóðirnar þess að ríkisábyrgðin gildi til ársins 2030 í stað ársins 2024 eins og áður var gert ráð fyrir og jafnvel að hægt verði að framlengja hana til ársins 2040.

Efnahags- og skattanefnd Alþingis mun funda um málið klukkan tíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×