Enski boltinn

Neville: Owen getur komist aftur í enska landsliðið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gary Neville og Michael Owen í leik með enska landsliðinu árið 2004.
Gary Neville og Michael Owen í leik með enska landsliðinu árið 2004. Nordic photos/AFP

Gary Neville hefur fulla trú á nýja liðsfélaganum sínum Michael Owen hjá Manchester United og spáir því að leikmaðurinn muni vinna sér fast sæti í enska landsliðshópnum áður en langt um líður.

„Allir leikmenn sem spila reglulega með United eiga mjög góðan möguleika á að komast í landslið sinnar þjóðar, hvort sem það eru Englendingar eða aðrir. Það er erfitt að komast í liðið hjá United og þú þarft að standa þig frábærlega til þess að eiga möguleika á því að spila reglulega á Old Trafford.

Ég held samt að Owen hafi ekki komið til félagsins bara til þess að auka möguleika sína á að komast aftur í enska landsliðið. Ég held að hann hafi komið til þess að styrkja lið United og til þess að vinna titla, en tækifærið er til staðar fyrir hann að komast aftur í enska landsliðið," segir Neville.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×