Enski boltinn

Ferguson um Rooney: Hann er fæddur sigurvegari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United var sáttur með frammistöðu Wayne Rooney í 3-1 sigri á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rooney bætti fyrir slæm mistök með því að leggja upp tvö síðustu mörk United í leiknum.

„Hann var ógnandi allan leikinn. Hann gerði mistök í markinu þeirra en að öðru leyti þá var hann einstaklega góður," sagði Sir Alex Ferguson og bætti við: "Hann er fæddur sigurvegari," sagði Ferguson.

Manchester United tapaði óvænt illa fyrir Fulham um síðustu helgi en náði að minnka forskot Chelsea í tvö stig með þessum sigri á Hull.

„Það eru mörg óvanalega úrslit að líta dagsins ljós og ef þú gerir mistök í þessari deild þá er þér refsað," sagði Ferguson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×