Enski boltinn

Rooney: Stjórinn hefði ekki verið ánægður með mig ef við hefðum ekki unnið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Darren Fletcher fagna fyrsta marki liðsins.
Wayne Rooney og Darren Fletcher fagna fyrsta marki liðsins. Mynd/AFP
Wayne Rooney átti þátt í öllum þremur mörkum Manchester United í 3-1 sigri á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rooney kom United í 1-0 og lagði síðan upp tvö mörk eftir að mistök hans höfðu kostað liðið jöfnunarmark.

„Þeir skoruðu markið eftir mín mistök og stjórinn hefði ekki verið ánægður með mig ef við hefðum ekki unnið," sagði Rooney eftir leikinn.

„Það var skelfileg tilfinning að bregðast félögunum og ég man ekki eftir að hafa lent í slíku áður," sagði Rooney sem bætti fyrir mistökin með tveimur stoðsendingum.

„Þetta er geðveik deild, fullt af liðum eru að tapa stigum og þetta er orðið mjög jafnt. Vonandi náum við upp meiri stöðugleika í seinni hlutanum," sagði Wayne Rooney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×