Innlent

Salmonella í kjúklingahópi Reykjagarðs

Í reglubundnu eftirliti með Salmonellu í kjúklingaslátrun liggur fyrir rökstuddur grunur um að Salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs.
Í reglubundnu eftirliti með Salmonellu í kjúklingaslátrun liggur fyrir rökstuddur grunur um að Salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs.

Í reglubundnu eftirliti með Salmonellu í kjúklingaslátrun liggur fyrir rökstuddur grunur um að Salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjagarði. Þar segir ennfremur að umræddur kjúklingahópur hafi veirð rannsakaður í tvígang áður en kjúklingunum var slátrað án þess að Salmonella hafi fundist.

„Sýnin eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verður sent til staðfestingar á sýkladeild Landspítalans. Endanleg staðfesting mun væntanlega liggja fyrir í lok vikunnar," segir í tilkynningunni.

Reykjagarður hefur nú þegar innkallað afurðir með rekjanleikanúmerið 002-09-05-4-04 í varúðarskyni. Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þetta rekjanleikanúmer, eru beðnir um að hafa samband á netfangi sala@holta.is eða í síma 575 6445 til að skila inn vörum.

Tekið skal fram að ef áprentaðar leiðbeiningar um eldun á umbúðum er fylgt, er ekki talin hætta á að fólki geti smitast af Salmonellu ef kjarnhiti nái 72°C. Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðir af Salmonellu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×