Íslenski boltinn

Verða FH-ingar Íslandsmeistarar í kvöld?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fagnaður FH-inga síðasta sumar.
Fagnaður FH-inga síðasta sumar. Mynd/Vilhelm

FH getur varið Íslandsmeistaratitil sinn í kvöld þrátt fyrir að liðið sé ekki að spila því ef að KR nær ekki að vinna Breiðablik á Kópavogsvelli er ljóst að Hafnfirðingar verða Íslandsmeistarar í fimmta skipti á sex árum.

FH hefur sem stendur átta stiga forskot á KR en Vesturbæingar eiga þrjá leiki eftir á meðan Hafnfirðingar eiga tvo leiki. Allt annað en sigur fyrir KR-inga þýðir því að titillinn er FH-inga.

Samkvæmt heimildum Vísis ætla leikmenn FH ekki að koma saman og horfa á leikinn heldur er búið að setja á æfingu á sama tíma og leikur Breiðabliks og KR hefst kl. 17.30.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×