Jón Ásgeir: Morgunblaðið fórnar mikilli fagmennsku Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. september 2009 19:12 Jón Ásgeir Jóhannesson segir að breytingarnar á Morgunblaðinu séu góðar fyrir Fréttablaðið. Mynd/ Anton Brink. „Fyrstu viðbrögð eru að þetta er gott fyrir Fréttablaðið og vont fyrir Moggann," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi 365 miðla sem rekur m.a Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísi. Eins og kunnugt er var tilkynnt í dag að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen hefðu verið ráðnir ritstjórar Morgunblaðsins. Þá hafa skipulagsbreytingar í för með sér að 40 manns missa störf sín og sunnudagsútgáfa blaðsins verður færð fram á laugardagsmorgun. „Ég held að Mogginn sé að fórna mikilli fagmennsku, auk þess sem Mogginn er greinilega líka að minnka þjónustu við lesendur með því að hætta einum útgáfudegi," segir Jón Ásgeir. Hann segir því að varla sé hægt að halda því fram að þessi aðgerð auki trúverðugleika Morgunblaðsins og vísar í orð starfsmanna blaðsins máli sínu til stuðnings. Fagmennska og rekstrarleg afkoma muni skipta minna máli og víki fyrir því að skoðanir lítils hóps innan Sjálfstæðisflokksins verði bornar á borð. Jón Ásgeir og Davíð Oddsson hafa eldað saman grátt silfur um árabil og þá ekki síst þann tíma þegar Davíð var forsætisráðherra. Menn hljóta því að spyrja sig hvort framhald verði á. „Það kæmi mér ekki á óvart að slíkir taktar myndu sjást," segir Jón Ásgeir aðspurður hvort hann óttist að hann sjálfur lendi í einhverri orrahríð nú þegar Davíð sest í ritstjórastól Morgunblaðsins. Jón Ásgeir segir að Morgunblaðið og allt sem í því standi verði sammerkt Davið Oddssyni. „Þjóðin hefur þekkt hann og hans takta í fleiri áratugi og það vita það allir sem til hans þekkja að hann er maðurinn sem hefur síðasta orðið í sínum húsum," segir Jón Ásgeir. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru að þetta er gott fyrir Fréttablaðið og vont fyrir Moggann," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi 365 miðla sem rekur m.a Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísi. Eins og kunnugt er var tilkynnt í dag að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen hefðu verið ráðnir ritstjórar Morgunblaðsins. Þá hafa skipulagsbreytingar í för með sér að 40 manns missa störf sín og sunnudagsútgáfa blaðsins verður færð fram á laugardagsmorgun. „Ég held að Mogginn sé að fórna mikilli fagmennsku, auk þess sem Mogginn er greinilega líka að minnka þjónustu við lesendur með því að hætta einum útgáfudegi," segir Jón Ásgeir. Hann segir því að varla sé hægt að halda því fram að þessi aðgerð auki trúverðugleika Morgunblaðsins og vísar í orð starfsmanna blaðsins máli sínu til stuðnings. Fagmennska og rekstrarleg afkoma muni skipta minna máli og víki fyrir því að skoðanir lítils hóps innan Sjálfstæðisflokksins verði bornar á borð. Jón Ásgeir og Davíð Oddsson hafa eldað saman grátt silfur um árabil og þá ekki síst þann tíma þegar Davíð var forsætisráðherra. Menn hljóta því að spyrja sig hvort framhald verði á. „Það kæmi mér ekki á óvart að slíkir taktar myndu sjást," segir Jón Ásgeir aðspurður hvort hann óttist að hann sjálfur lendi í einhverri orrahríð nú þegar Davíð sest í ritstjórastól Morgunblaðsins. Jón Ásgeir segir að Morgunblaðið og allt sem í því standi verði sammerkt Davið Oddssyni. „Þjóðin hefur þekkt hann og hans takta í fleiri áratugi og það vita það allir sem til hans þekkja að hann er maðurinn sem hefur síðasta orðið í sínum húsum," segir Jón Ásgeir.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira