Enski boltinn

Leikmenn Chelsea voru óánægðir hjá Scolari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Joe Cole.
Joe Cole. Nordic Photos/getty Images

Joe Cole hefur greint frá því að stemningin i búningsklefa Chelsea hafi verið heldur döpur þegar Luiz Felipe Scolari var að stýra liðinu. Hann var líka rekinn og í hans stað var ráðinn Guus Hiddink.

„Ég held að allir strákarnir vilji halda Hiddink en við virðum hans afstöðu. Hann er með annan samning og ábyrgð sem hann þarf að fylgja eftir," sagði Cole.

„Það hafa fylgt honum ferskir vindar. Það er fyrst núna með honum sem fólk er hætt að tala um Mourinho. Það voru margir óánægðir undir stjórn Scolari. Nú eru allir á sömu síðu og til í að berjast," sagði Joe Cole.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×