Enski boltinn

Whelan: Zaki kemur ekki aftur til Wigan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Amr Zaki.
Amr Zaki. Nordic photos/Getty images

Stjórnarformaðurinn Dave Whelan hjá Wigan útilokar algjörlega að Egyptski framherjinn Amr Zaki gangi aftur í raðir félagsins en leikmaðurinn sló í gegn þegar hann var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.

Zaki þótti standa sig frábærlega fram að áramótum þegar fór örlítið að fjara undan honum og ýmis agavandamál litu dagsins ljós.

„Það er erfitt að stjórna Zaki og það þýðir ekki að vera með þannig menn í leikmannahópi sínum. Hann kemur ekki aftur, það er útlilokað," segir Whelan í samtali við götublaðið The Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×