Innlent

Berjast við vopnaframleiðanda um framleiðslu á jeppum

Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks er í harðri samkeppni um sextán milljarða samning við norska og sænska herinn. Fyrirtækið hefur þegar selt norska hernum tæplega tvö hundruð sérútbúna jeppa.

Það hljómar kannski furðulega en helstu sérfræðingar heims í að breyta jeppum þannig að þeir aki betur í eyðimerkum eru íslendingarnir í Arctic Trucks.

Og þetta er ábótasöm sérfræðiþekking. Norski herinn hefur til að mynda keypt tæplega 200 svona jeppa á eitthvað um 20 milljónir stykkið. Norðmennirnir nota Arctic trucks jeppana aðallega við friðargæslu, meðal annars í Afganistan.

Arctic trucks tekur nú þátt í útboði um að skaffa norska og sænska hernum allt að 1600 jeppa á næstu fjórum árum. Heildarvirði samningsins er metið á tæpa 17 milljarða íslenskra króna.

Fjölmörgum þáttakendum í útboðinu hefur smátt og smátt verið fækkað niður í þrjá. Auk íslendinganna standa vopnaframleiðandinn BAE og bílaframleiðandinn, Daimler Benz eftir.

Bae og Daimler Benz eru Alþjóðleg stórfyrirtæki með tugþúsundir manna í vinnu. Hjá Arctic Trucks vinna rúmlega 40 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×