Fótbolti

Makelele: Eiður Smári getur orðið nýja stjarnan í frönsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári og Claude Makelele vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.
Eiður Smári og Claude Makelele vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes. Mynd/AFP

Claude Makelele er fyrrum félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea og verður mótherji hans í fyrsta leik Eiðs með AS Monaco á morgun. Makelele er leikmaður Paris Saint-Germain sem sækir Monakó-liðið heim á morgun. Makelele hrósar okkar manni mikið í viðtölum fyrir leik liðanna sem verður í beinni á Stöð2 Sport klukkan 19.00 í kvöld.

„Hann er mjög góður leikmaður og mikill keppnismaður. Hann kemur með margt inn í Mónakó-liðið og þar á meðal er að skora og búa til mörk. Hann getur líka orðið leiðtogi í liðinu því hann er þroskaður og klár leikmaður sem hefur orðið mikla reynslu," sagði Makelele.

„Einn leikmaður breytir aldrei liði einsamall en ef ungu leikmennirnir hlusta á Eið Smára þá getur hann haft mikil áhrif. Hann getur orðið nýja stjarnan í frönsku deildinni en það er alveg undir honum sjálfum komið," sagði Makelele og hann segir að Paris Saint-Germain hafi augun á honum í leiknum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×