Erlent

Parið fundið sem skildi þrjú börn eftir á pizzastað

Ítalska lögreglan fann þýskt par sem skildi þrjú börn eftir á pizzastað um síðustu helgi. Lögreglumenn fundu þau Inu Caterinu Remhof, móður barnanna, og kærasta hennar Sascha Schmidt í útjarði borgarinnar Aosta. Ina 26 ára og Sascha er 24 ára. Þau eru nú yfirheyrð af lögreglu.

Börnin eru átta mánaða tveggja ára og fjögurra ára. Starfsfólk veitingastaðarins höfðu samband við lögregluna eftir að parið fór út til þess að fá sér sígarettu og komu ekki aftur. Þau eru þekkt af eiturlyfjanotkun og stöðugum fjárhagsvandræðum. Ekki er vitað hvað þeim gekk til.

Unnið er að því að koma börnunum til ömmu þeirra í vesturhluta Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×