Fótbolti

Baldur Sigurðsson í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldur Sigurðsson í leik með KR.
Baldur Sigurðsson í leik með KR. Mynd/Stefán

KR-ingurinn Baldur Sigurðsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið í stað Ragnars Sigurðssonar sem er veikur.

Þetta er í fyrsta sinn sem Baldur er valinn í landsliðið en hann á nokkra leiki að baki með yngri landsliðum Íslands.

Auk Ragnars er Hermann Hreiðarsson meiddur en báðir eru varnarmenn. Þá hafa þeir Árni Gautur Arason og Arnór Smárason einnig þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun klukkan 19.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×