Fótbolti

Bandarískur landsliðsmaður í slæmu bílslysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Charlie Davis í leik með bandaríska landsliðinu í Álfukeppninni í sumar.
Charlie Davis í leik með bandaríska landsliðinu í Álfukeppninni í sumar. Nordic Photos / Getty Images

Charlie Davies, leikmaður Socaux í Frakklandi og fastamaður í bandaríska landsliðinu, slasaðist þegar hann lenti í slæmu bílslysi í Virginu-fylki í Bandaríkjunum.

22 ára gömul kona lést í árekstrinum en ástand Davies er sagt vera alvarlegt en stöðugt. Hann fótbrotnaði illa og fór í aðgerð vegna þessa.

Meiðslin eru ekki lífshættuleg en óvíst er nú um þátttöku hans á HM í Suður-Afríku á næsta ári.

Bandaríkjamenn hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM en liðið mætir Kosturíku í undankeppninni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×