Íslenski boltinn

Arnar Sveinn: Búinn að bíða eftir þessu síðan að ég var fimm ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Sveinn Geirsson er líka í handboltanum með Val.
Arnar Sveinn Geirsson er líka í handboltanum með Val. Mynd/Anton

Arnar Sveinn Geirsson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í dag, stóð sig vel og skoraði laglegt mark í 3-3 jafntefli liðsins á móti Stjörnunni.

„Þetta var mjög kaflaskipt af okkar hálfu. Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik þar sem við vorum að opna þá mikið en svo var þetta allt annað í seinni hálfleik þar sem við dettum alltof mikið niður. Við vorum þá að verjast alltof mikið í staðinn fyrir að halda því áfram sem við vorum að gera í fyrri hálfleiknum," sagði Arnar Sveinn.

„Ég var búinn að bíða eftir þessu síðan að ég var fimm ára gamall að fá að spila fyrir Valsliðið á Hlíðarenda," sagði Arnar Sveinn og bætti við:

„Það er gríðarlega gaman að fá að vera í byrjunarliðinu og fá að spila sína stöðu. Það var draumabyrjun á heimavelli að ná að skora. Ég átti reyndar að skora fleiri mörk en það kemur bara í næsta leik," sagði Arnar Sveinn.

Helgi Sigurðsson lagði upp markið fyrir Arnar og þeir náðu þá mjög vel saman. "Það er mjög gaman að fá að spila með Helga, hann hefur mikla reynslu og maður er þvílíkt að læra af honum," sagði Arnar Sveinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×