Enski boltinn

Bruno Alves í stað Carvalho?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ricardo Carvalho.
Ricardo Carvalho. Nordic Photos/Getty Images

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea sé að íhuga að kaupa portúgalska varnarmanninn Bruno Alves frá Porto. Hann eigi að koma í stað landa síns, Ricardo Carvalho.

Chelsea-menn ku hafa miklar áhyggjur af líkamlegu ástandi Carvalho sem hefur verið mikið meiddur og aðeins spilað 18 leiki á þessari leiktíð.

Alves er sjálfur í portúgalska landsliðinu og í miklum metum í heimalandinu. Hann er þess utan þremur árum yngri en Carvalo eða 27 ára.

Chelsea er þó ekki eina liðið sem hefur áhuga á leikmanninum því Real Madrid er einnig talið vera með Alves i sigtinu hjá sér.

Fastlega er búist við því að hann myndi kosta í kringum 15 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×