Stóraukin ásókn er í byssu- og veiðileyfi 19. nóvember 2009 05:15 Gamlir veiðirifflar til sýnis í framleiðslustöð byssuframleiðandans Beretta. Í lögum er kveðið á um að eigendur vopna verði að geyma þau í læstum hirslum, og fleiri en þrjár byssur í sömu eigu verði að geyma í sérstökum byssuskáp vottuðum af lögreglu. NOrdicphotos/AFP Metaðsókn hefur verið á námskeið Umhverfisstofnunar í meðferð skotvopna og vegna umsókna um veiðikort á þessu ári. Fjölgun frá síðasta ári nemur um fimmtíu prósentum, að sögn Einars Guðmann, sérfræðings stofnunarinnar sem heldur utan um námskeiðin. Síðasta námskeið þessa árs var haldið 12. nóvember. „Það er aukin ásókn í bæði skotvopna- og veiðikortaleyfi,“ segir Einar og bætir við að þótt á síðasta ári hafi mátt merkja nokkuð aukna aðsókn á námskeiðin sé aukning á þessu ári umtalsverð. Til þess að fá skotvopnaleyfi og/eða veiðileyfi þarf fólk að sitja námskeið og standast próf úr því hjá Umhverfisstofnun. Á höfuðborgarsvæðinu hafa í tvígang á þessu ári verið yfir 100 manns á námskeiði stofnunarinnar, en Einar segir kjörfjölda á námskeið vera nær fimmtíu manns. „Ég held að flestir hafi orðið 110 á einu námskeiði hjá okkur,“ segir hann og áréttar um leið að aukningin sé á landsvísu, ekki höfuðborgarsvæðinu einu. „Á þessu ári erum við búin að halda 57 námskeið í sextán bæjarfélögum.“ Einar segir hins vegar ekki gott að segja hvað valdi þessari aukningu. „Getgátur eru hins vegar um að núna komi eldri menn í auknum mæli á námskeiðin. Áður fyrr voru þetta meira og minna strákar og stelpur nær tvítugu.“ Nú virðist hins vegar meira um að menn sem jafnvel hafi haft skotvopnaleyfi í mörg ár séu að verða sér úti um réttindi. „Þetta er í sjálfu sér mjög jákvætt og vísbendingar um að menn séu að gera sig löglega. En hvort það er vegna tíðra frétta af því að lögreglan grípi menn fyrir skammarstrik gegn veiðilöggjöfinni er erfiðara um að segja. Ég held raunar að þetta séu samverkandi áhrif margra þátta,“ segir hann og nefnir að auk fregna af auknu eftirliti með veiðum hafi verið fjallað meira um veiði, sem veki áhuga. Þá hafi verið gerðar breytingar á rjúpnaveiðitímabilinu, sem nú standi fram í desember. „Það verður til þess að eftirspurn eftir námskeiðum varir óvenju lengi.“ Annar þáttur sé svo að tekið hafi verið upp rafrænt skráningarform á námskeið stofnunarinnar á vefnum veiðikort.is. Þá segir Einar að merkja megi að veiðimönnum fjölgi. „Á hverju ári hættir stór hópur veiðum sökum aldurs og fram að þessu ári hafa námskeiðin ekki gert annað en að halda í við fækkunina sem orðið hefur.“ Núna segir hann að um tólf þúsund manns séu í hópi þeirra sem endurnýi veiðikort sín árlega, en fjöldinn hafi verið undir ellefu þúsundum síðustu ár. olikr@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Metaðsókn hefur verið á námskeið Umhverfisstofnunar í meðferð skotvopna og vegna umsókna um veiðikort á þessu ári. Fjölgun frá síðasta ári nemur um fimmtíu prósentum, að sögn Einars Guðmann, sérfræðings stofnunarinnar sem heldur utan um námskeiðin. Síðasta námskeið þessa árs var haldið 12. nóvember. „Það er aukin ásókn í bæði skotvopna- og veiðikortaleyfi,“ segir Einar og bætir við að þótt á síðasta ári hafi mátt merkja nokkuð aukna aðsókn á námskeiðin sé aukning á þessu ári umtalsverð. Til þess að fá skotvopnaleyfi og/eða veiðileyfi þarf fólk að sitja námskeið og standast próf úr því hjá Umhverfisstofnun. Á höfuðborgarsvæðinu hafa í tvígang á þessu ári verið yfir 100 manns á námskeiði stofnunarinnar, en Einar segir kjörfjölda á námskeið vera nær fimmtíu manns. „Ég held að flestir hafi orðið 110 á einu námskeiði hjá okkur,“ segir hann og áréttar um leið að aukningin sé á landsvísu, ekki höfuðborgarsvæðinu einu. „Á þessu ári erum við búin að halda 57 námskeið í sextán bæjarfélögum.“ Einar segir hins vegar ekki gott að segja hvað valdi þessari aukningu. „Getgátur eru hins vegar um að núna komi eldri menn í auknum mæli á námskeiðin. Áður fyrr voru þetta meira og minna strákar og stelpur nær tvítugu.“ Nú virðist hins vegar meira um að menn sem jafnvel hafi haft skotvopnaleyfi í mörg ár séu að verða sér úti um réttindi. „Þetta er í sjálfu sér mjög jákvætt og vísbendingar um að menn séu að gera sig löglega. En hvort það er vegna tíðra frétta af því að lögreglan grípi menn fyrir skammarstrik gegn veiðilöggjöfinni er erfiðara um að segja. Ég held raunar að þetta séu samverkandi áhrif margra þátta,“ segir hann og nefnir að auk fregna af auknu eftirliti með veiðum hafi verið fjallað meira um veiði, sem veki áhuga. Þá hafi verið gerðar breytingar á rjúpnaveiðitímabilinu, sem nú standi fram í desember. „Það verður til þess að eftirspurn eftir námskeiðum varir óvenju lengi.“ Annar þáttur sé svo að tekið hafi verið upp rafrænt skráningarform á námskeið stofnunarinnar á vefnum veiðikort.is. Þá segir Einar að merkja megi að veiðimönnum fjölgi. „Á hverju ári hættir stór hópur veiðum sökum aldurs og fram að þessu ári hafa námskeiðin ekki gert annað en að halda í við fækkunina sem orðið hefur.“ Núna segir hann að um tólf þúsund manns séu í hópi þeirra sem endurnýi veiðikort sín árlega, en fjöldinn hafi verið undir ellefu þúsundum síðustu ár. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira