Winslet var stjarna kvöldsins 13. janúar 2009 05:00 Sigursæl. Kate Winslet var stjarna kvöldsins; hún hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun; fyrir Revolutionary Road og fyrir The Reader. MYND/Nordicphotos/Getty Kate Winslet var stjarna 66. Golden Globe-verðlaunahátíðarinnar en hún fór heim til Bretlands með tvær styttur. Sjónvarpsþátturinn 30 Rock stal senunni í sjónvarpsflokkunum. Sáttur Danny Boyle getur verið sáttur með uppskeruna á Golden Globe. Mynd hans, Slumdog Millionaire, var kjörin besta myndin og hann sjálfur besti leikstjórinn. „Er þetta virkilega að gerast, þetta á ekki að vera hægt," voru orð Kate Winslet þegar hún tók við seinni verðlaunastyttunni sinni sem besta leikkona ársins. Gestir Beverly Hilton-hótelsins trúðu varla sínum eigin augum og réðu sér tæpast fyrir kæti þegar í ljós kom að nafn Winslet hafði komið upp úr umslaginu. Annars vegar var Winslet verðlaunuð fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revolutionary Road eftir Sam Mendes og hins vegar fyrir aukahlutverk í kvikmyndinni The Reader. Landi Winslet, Danny Boyle, getur einnig vel við unað því kvikmynd hans, Slumdog Millionaire, var valin besta myndin og Boyle kjörinn besti leikstjórinn. Golden Globe-verðlaunin þykja ágætis vísbending um hvað koma skal á Óskarnum og Bretar geta í það minnsta hlakkað til stóra kvöldsins í Kodak-höllinni ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við þetta. Löng leið Mickey Rourke sagði að leiðin uppá verðlaunapallinn hefði verið löng. Hann var valinn besti leikari ársins fyrir The Wrestler. Bruce Springsteen fékk verðlaun fyrir lag myndarinnar. Önnur stjarna kvöldsins var án nokkurs vafa Mickey Rourke. Þessi fornfrægi leikari var á góðri leið í ruslakistu C-mynda þegar Robert Rodriguez réð hann til að leika hálfgert skrímsli í Syndabælinu eða Sin City. Ferill Rourkes komst aftur á flug og má segja að hann hafi kórónað endurkomuna með Golden Globe-styttunni fyrir frammistöðu sína í The Wrestler. „Þetta hefur verið löng leið," sagði Rourke þegar hann tók við gullhnettinum. Myndin fékk auk þess önnur verðlaun fyrir besta lagið, en það er gallabuxnarokkarinn Bruce Springsteen sem á heiðurinn að því. Það kom fáum á óvart að Heath heitinn Ledger var valinn besti leikari í aukahlutverki sem Jókerinn í Batman-myndinni The Dark Knight. „Hans verður ávallt saknað en mun aldrei gleymast," sagði leikstjórinn Christopher Nolan sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ledgers. Stjörnur í sjónvarpi Leikhópurinn úr 30 Rock getur vel við unað. Þátturinn var valinn fyndnasti þáttur ársins og þau Tina Fey og Alec Baldwin voru sömuleiðis verðlaunuð fyrir leik sinn. Loks var það gamanþátturinn 30 Rock sem átti hug erlendu pressunnar í Hollywood en Golden Globe er einmitt haldin á hennar vegum. Aðalleikarar þáttaraðarinnar, Tina Fey og Alec Baldwin, voru bæði verðlaunuð fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum sem sýndir eru á Skjá einum. Auk þess voru þættirnir valdir þeir bestu. Þáttaröðin Mad Men, sem er á dagskrá Stöðvar 2, var útnefnd besta þáttaröðin í dramatíska flokknum. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kate Winslet var stjarna 66. Golden Globe-verðlaunahátíðarinnar en hún fór heim til Bretlands með tvær styttur. Sjónvarpsþátturinn 30 Rock stal senunni í sjónvarpsflokkunum. Sáttur Danny Boyle getur verið sáttur með uppskeruna á Golden Globe. Mynd hans, Slumdog Millionaire, var kjörin besta myndin og hann sjálfur besti leikstjórinn. „Er þetta virkilega að gerast, þetta á ekki að vera hægt," voru orð Kate Winslet þegar hún tók við seinni verðlaunastyttunni sinni sem besta leikkona ársins. Gestir Beverly Hilton-hótelsins trúðu varla sínum eigin augum og réðu sér tæpast fyrir kæti þegar í ljós kom að nafn Winslet hafði komið upp úr umslaginu. Annars vegar var Winslet verðlaunuð fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revolutionary Road eftir Sam Mendes og hins vegar fyrir aukahlutverk í kvikmyndinni The Reader. Landi Winslet, Danny Boyle, getur einnig vel við unað því kvikmynd hans, Slumdog Millionaire, var valin besta myndin og Boyle kjörinn besti leikstjórinn. Golden Globe-verðlaunin þykja ágætis vísbending um hvað koma skal á Óskarnum og Bretar geta í það minnsta hlakkað til stóra kvöldsins í Kodak-höllinni ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við þetta. Löng leið Mickey Rourke sagði að leiðin uppá verðlaunapallinn hefði verið löng. Hann var valinn besti leikari ársins fyrir The Wrestler. Bruce Springsteen fékk verðlaun fyrir lag myndarinnar. Önnur stjarna kvöldsins var án nokkurs vafa Mickey Rourke. Þessi fornfrægi leikari var á góðri leið í ruslakistu C-mynda þegar Robert Rodriguez réð hann til að leika hálfgert skrímsli í Syndabælinu eða Sin City. Ferill Rourkes komst aftur á flug og má segja að hann hafi kórónað endurkomuna með Golden Globe-styttunni fyrir frammistöðu sína í The Wrestler. „Þetta hefur verið löng leið," sagði Rourke þegar hann tók við gullhnettinum. Myndin fékk auk þess önnur verðlaun fyrir besta lagið, en það er gallabuxnarokkarinn Bruce Springsteen sem á heiðurinn að því. Það kom fáum á óvart að Heath heitinn Ledger var valinn besti leikari í aukahlutverki sem Jókerinn í Batman-myndinni The Dark Knight. „Hans verður ávallt saknað en mun aldrei gleymast," sagði leikstjórinn Christopher Nolan sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ledgers. Stjörnur í sjónvarpi Leikhópurinn úr 30 Rock getur vel við unað. Þátturinn var valinn fyndnasti þáttur ársins og þau Tina Fey og Alec Baldwin voru sömuleiðis verðlaunuð fyrir leik sinn. Loks var það gamanþátturinn 30 Rock sem átti hug erlendu pressunnar í Hollywood en Golden Globe er einmitt haldin á hennar vegum. Aðalleikarar þáttaraðarinnar, Tina Fey og Alec Baldwin, voru bæði verðlaunuð fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum sem sýndir eru á Skjá einum. Auk þess voru þættirnir valdir þeir bestu. Þáttaröðin Mad Men, sem er á dagskrá Stöðvar 2, var útnefnd besta þáttaröðin í dramatíska flokknum.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira