Enski boltinn

Alberto Aquilani í byrjunarliðinu hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alberto Aquilani.
Alberto Aquilani. Mynd/AFP

Ítalinn Alberto Aquilani verður í byrjunarliðinu hjá Liverpool sem mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dirk Kuyt er aftur á móti kominn á bekkinn hjá Rafael Benitez.

Þetta verður fyrsti leikurinn sem Alberto Aquilani byrjar í ensku deildinni en hann hafði aðeins byrjað einn leik á tímabilinu til þessa sem var á móti Fiorentina í Meistaradeildinni.

Byrjunarlið Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Insua, Aquilani, Lucas, Benayoun, Gerrard, Aurelio, Torres. Bekkurinn: Cavalieri, Kuyt, Ngog, Spearing, Darby, Skrtel, Pacheco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×