Innlent

Verði kært til ríkislögreglustjóra

Bryndís Kristjánsdóttir.
Bryndís Kristjánsdóttir.

Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú hugsanleg skattabrot félags og býst við að kæra málið til ríkislögreglustjóra. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir þetta mál vera hluta af stærra máli.

Það teygi anga sína til Lúxemborgar, eins og mörg önnur mál sem tengjast bankahruninu. Lengra komist rannsókn slíkra mála ekki, vegna bankaleyndar þar ytra.

„Það dúkka upp fleiri og fleiri svona mál sem tengjast Lúxemborg þannig að það er alveg klárlega mín skoðun að þau gögn sem þar liggja eru lykilgögn til að ná utan um starfsemi bankanna," segir hún.

Í desember 2008 fór þáverandi bankamálaráðherra fram á að stjórnvöld í Lúxemborg afléttu bankaleynd gagnvart íslenskum rannsakendum. Sigrún segir að ekki hafi verið opnað fyrir aðgang að þessum gögnum. Alþjóðleg þróun, þrýstingur annarra landa, þoki þessu þó í rétta átt. Afar þýðingarmikið væri að fá þessari leynd aflétt, fyrir íslensk yfirvöld.

Ekki náðist í Gylfa Magnússon, núverandi bankamálaráðherra.

- kóþ








Fleiri fréttir

Sjá meira


×