Fótbolti

Robbie Fowler kominn með fyrirliðabandið í Ástralíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Fowler á æfingu með Liverpool á sínum tíma.
Robbie Fowler á æfingu með Liverpool á sínum tíma. Mynd/AFP

Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool og enska landsliðsins, hefur verið gerður að fyrirliða hjá ástralska liðinu North Queensland Fury en Fowler hefur leikið með liðinu síðan í febrúar. Hinn 34 ára gamli framherji gerði þá tveggja ára samning við liðið.

„Hann hefur aðeins spilað þrjá leiki en þó að hann hafi ekki verið að spila þá sýndi hann þessa leiðtogahæfileika sem ég var að leita að," sagði Ian Ferguson, þjálfari North Queensland.

Fyrsti leikur Fowler sem fyrirliði North Queensland Fury verður opnunarleikur nýs tímabils á móti Sydney FC á morgun. Öll fjölskylda hans verður á staðnum en hún flutti til Townsville í Queensland til að styðja við bakið á sínum manni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×