Enski boltinn

Liverpool vann léttan sigur á Newcastle - Barton með rautt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool átti að skora fleiri en þrjú mörk á móti Newcastle í dag.
Liverpool átti að skora fleiri en þrjú mörk á móti Newcastle í dag. Mynd/AFP

Liverpool minnkaði forskot Manchester United aftur í þrjú stig í baráttunni um enska meistaratitilinn. Liverpool vann 3-0 sigur á Newcastle en hefði getað unnið miklu stærri sigur.

Yossi Benayoun og Dirk Kuyt skoruðu mörk Liverpool í fyrri hálfleik og varamaðurinn Leiva Lucas innsiglaði síðan öruggan og þægilegan sigur Liverpool.

Seinni tvö mörk Liverpool komu eftir föst leikatriði þar sem varnarmenn Newcastle sofnuðu á verðinum.

Liverpool átti meðal annars þrjú skot í þverslánna þar á meðal var lokaskot leiksins frá Steven Gerrard.

Eftir leikinn er Liverpool með 77 stig eða þremur stigum minna en Manchester United. Liverpool er eftir þennan sigur með hagstæðari markatölu upp á þrjú mörk.

Joey Barton fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik eftir fólskulega tæklingu á Xabi Alonso en Spánverjinn var borinn útaf vellinum í kjölfarið.

Staða Newcastle er því enn verri og liðið hefur ekki náð að vinna leik síðan að Alan Shearer tók við stjórstöðunni hjá liðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×