Erlent

Krikketáhugamenn í hungurverkfalli

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Indversk börn leika krikket.
Indversk börn leika krikket.

Hundruð vistmanna í fangelsi í indversku borginni Kolkata eru í hungurverkfalli eftir að yfirvöld neituðu þeim um sjónvarpstæki til að horfa á stórmót í krikket sem fram fer í Suður-Afríku um helgina en Indverjar senda landslið sitt á mótið. Um 500 fangar eru í fangelsinu og hafa þeir farið fram á að fá kapalsjónvarp til að fylgjast með mótinu. Þetta er andstætt reglum þar sem fangar á Indlandi mega aðeins horfa á ríkissjónvarpið auk þess sem þeir fá dagblöð og tímarit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×