Enski boltinn

Clichy kemur ekki meira við sögu hjá Arsenal

Nordic Photos/Getty Images

Franski bakvörðurinn Gael Clichy hjá Arsenal getur ekki leikið meira með liði sínu það sem eftir lifir leiktíðar vegna bakmeiðsla.

Clichy hefur verið frá keppni í mánuð vegna meiðsla sinna og Arsene Wenger knattspyrnustjóri segir útilokað að hann spili meira.

"Hann er úr leik. Við hefðum kannski sett pressu á að koma honum í gagnið ef við hefðum náð í úrslitaleikinn í meistaradeildinni en við tökum ekki þá áhættu úr þessu," sagði Arsene Wenger í samtali við Setanta í dag.

Hann upplýsti einnig að Rússinn Andrei Arshavin væri með flensu, en hann er eini maðurinn sem er tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea í deildinni um helgina.

"Arshavin var með flensu svo við sendum hann heim, en ég hugsa að verði í lagi með hann um helgina," sagði Wenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×