Enski boltinn

Chelsea ekki búið að gleyma Ribery

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Forráðamenn Chelsea fá að eyða í janúar og í enskum fjölmiðlum í dag er því haldið fram að félagið ætli sér að bjóða 45 milljónir punda í Franck Ribery, leikmann FC Bayern.

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur áður sagt að félagið þurfi ekkert að versla í janúar en hermt er að hann sé hættur við þá áætlun og ætli sér að reyna að lokka Frakkann til félagsins í janúar.

Dapurt gengi félagsins upp á síðkastið er sagt hafa sannfært Ancelotti um að nauðsynlegt sé að koma með nýtt blóð í hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×