Eigendur smábáta segjast hraktir burt 23. september 2009 05:00 Garðar Berg, formaður Smábátafélags Reykjavíkur, óttast að starfsemi félagsmanna verði bolað úr gömlu höfninni í Reykjavík. Samkeppni er í gangi um hafnarsvæðið og formaður hafnarnefndar segir að hugað verði að núverandi starfsemi.fréttablaðið/villi Eigendur smábáta í Reykjavík óttast að nýtt skipulag fyrir Reykjavíkurhöfn geri ekki ráð fyrir starfsemi þeirra. Þeir segjast hafa verið beittir þrýstingi um að færa alla starfsemi sína úr Grófinni yfir á Granda. Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur, sem haldinn var á mánudag, lýsti yfir megnri óánægju með áhugaleysi borgaryfirvalda um sterka smábátaútgerð í borginni. Garðar Berg Guðjónsson, formaður félagsins, segir smábátaeigendur óttast að þeim verði ýtt í burtu og gert erfiðara um vik að stunda útgerð í Reykjavík. Hann segir þá hafa fengið það viðmót að starfsemin sé ekki endilega æskileg. „Við höfum lent í vandræðum með geymslupláss yfir vetrartímann og verið bent á að fara upp á Akranes, þar sé nóg pláss.“ Faxaflóahafnir standa fyrir hugmyndasamkeppni um gömlu höfnina. Garðar segir ekki annað hægt að lesa úr samkeppninni en þrengja eigi enn að smábátum. „Reykjavík er stærsta verstöð landsins og okkur finnst að verið sé að ýta okkur út á kostnað einhvers annars.“ Í fyrra lönduðu 67 bátar afla í Reykjavík sem tilheyra félaginu. Að auki voru eigendur sextíu annarra báta í félaginu, sem ekki lönduðu afla á síðasta ári. Garðar segir mun fleiri hafa landað afla í ár, eftir að strandveiðar voru gefnar frjálsar í sumar. Skilafrestur í hugmyndasamkeppnina er 6. október og á niðurstaða að vera ljós fyrir nóvemberlok. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Faxaflóahafna sf., er formaður dómnefndar. Hann segir að tryggt hafi verið í forskrift samkeppninnar að sú starfsemi sem nú er í höfninni fái að haldast þar. Höfnin sé vinnuhöfn en ekki montbátahöfn og þannig vilji menn halda því. Júlíus Vífill hvetur sem flesta til að taka þátt í samkeppninni, en almenningi gefst færi á að skila inn sínum hugmyndum, auk fagfólks. Sigurtillagan verður innlegg í vinnu fyrir aðalskipulag Reykjavíkur sem gilda mun til 2030, með framtíðarsýn til ársins 2050. Júlíus Vífill segir borgaryfirvöld munu halda opna kynningarfundi þegar skipulagið er komið á það stig.kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Eigendur smábáta í Reykjavík óttast að nýtt skipulag fyrir Reykjavíkurhöfn geri ekki ráð fyrir starfsemi þeirra. Þeir segjast hafa verið beittir þrýstingi um að færa alla starfsemi sína úr Grófinni yfir á Granda. Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur, sem haldinn var á mánudag, lýsti yfir megnri óánægju með áhugaleysi borgaryfirvalda um sterka smábátaútgerð í borginni. Garðar Berg Guðjónsson, formaður félagsins, segir smábátaeigendur óttast að þeim verði ýtt í burtu og gert erfiðara um vik að stunda útgerð í Reykjavík. Hann segir þá hafa fengið það viðmót að starfsemin sé ekki endilega æskileg. „Við höfum lent í vandræðum með geymslupláss yfir vetrartímann og verið bent á að fara upp á Akranes, þar sé nóg pláss.“ Faxaflóahafnir standa fyrir hugmyndasamkeppni um gömlu höfnina. Garðar segir ekki annað hægt að lesa úr samkeppninni en þrengja eigi enn að smábátum. „Reykjavík er stærsta verstöð landsins og okkur finnst að verið sé að ýta okkur út á kostnað einhvers annars.“ Í fyrra lönduðu 67 bátar afla í Reykjavík sem tilheyra félaginu. Að auki voru eigendur sextíu annarra báta í félaginu, sem ekki lönduðu afla á síðasta ári. Garðar segir mun fleiri hafa landað afla í ár, eftir að strandveiðar voru gefnar frjálsar í sumar. Skilafrestur í hugmyndasamkeppnina er 6. október og á niðurstaða að vera ljós fyrir nóvemberlok. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Faxaflóahafna sf., er formaður dómnefndar. Hann segir að tryggt hafi verið í forskrift samkeppninnar að sú starfsemi sem nú er í höfninni fái að haldast þar. Höfnin sé vinnuhöfn en ekki montbátahöfn og þannig vilji menn halda því. Júlíus Vífill hvetur sem flesta til að taka þátt í samkeppninni, en almenningi gefst færi á að skila inn sínum hugmyndum, auk fagfólks. Sigurtillagan verður innlegg í vinnu fyrir aðalskipulag Reykjavíkur sem gilda mun til 2030, með framtíðarsýn til ársins 2050. Júlíus Vífill segir borgaryfirvöld munu halda opna kynningarfundi þegar skipulagið er komið á það stig.kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira