Jólaverðstríðið skollið á í Bretlandi Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2009 07:17 Margir ættu að geta gert reyfarakaup fyrir jólin í breskum stórmörkuðum. Verðstríð breskra stórmarkaða fyrir jólahátíðina er hafið af fullum krafti. Tesco, Asda og fleiri breskir stórmarkaðir eru farnir að hríðlækka verðið til að laða að sér kreppuhrjáða Breta í jólaversluninni. Frosnar kjötvörur, tölvuleikir, DVD-spilarar og vetrarfatnaður er það sem lækkar mest í verði og segja forsvarsmenn Tesco að lækkunin hjá þeim nemi í heildina 250 milljónum punda en það jafngildir tæplega 52 milljörðum króna svo ætla mætti að neytendur bæru eitthvað úr býtum. Fjármálastjóri Asda lét hafa eftir sér að jólin í ár yrðu mesta verðbyltingin í heilan áratug. Þetta staðfestir Maureen Hinton hjá verðkönnunarfyrirtækinu Verdict og bætir því við að ófáar sérverslanir við vinsælustu verslunargötur Lundúna hafi lagt upp laupana á þessu ári og styrjöldin standi því að mestu á milli stórmarkaða og ódýrari verslana um þessi jól. Þessi viðleitni verslananna skilar sér greinilega og má sjá fjölmörg dæmi þess að breskir neytendur séu þegar farnir að sanka að sér væntanlegum jólagjöfum. Þar má til dæmis nefna forláta dúkkuhús sem Asda býður nú með miklum afslætti og verðleggur á 35 pund, rúmar 7.000 krónur. Allar birgðirnar seldust upp á tveimur dögum þrátt fyrir að verslunin hafi pantað þrefalt magn síðasta árs. Og nóvember er ekki einu sinni hálfnaður. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Verðstríð breskra stórmarkaða fyrir jólahátíðina er hafið af fullum krafti. Tesco, Asda og fleiri breskir stórmarkaðir eru farnir að hríðlækka verðið til að laða að sér kreppuhrjáða Breta í jólaversluninni. Frosnar kjötvörur, tölvuleikir, DVD-spilarar og vetrarfatnaður er það sem lækkar mest í verði og segja forsvarsmenn Tesco að lækkunin hjá þeim nemi í heildina 250 milljónum punda en það jafngildir tæplega 52 milljörðum króna svo ætla mætti að neytendur bæru eitthvað úr býtum. Fjármálastjóri Asda lét hafa eftir sér að jólin í ár yrðu mesta verðbyltingin í heilan áratug. Þetta staðfestir Maureen Hinton hjá verðkönnunarfyrirtækinu Verdict og bætir því við að ófáar sérverslanir við vinsælustu verslunargötur Lundúna hafi lagt upp laupana á þessu ári og styrjöldin standi því að mestu á milli stórmarkaða og ódýrari verslana um þessi jól. Þessi viðleitni verslananna skilar sér greinilega og má sjá fjölmörg dæmi þess að breskir neytendur séu þegar farnir að sanka að sér væntanlegum jólagjöfum. Þar má til dæmis nefna forláta dúkkuhús sem Asda býður nú með miklum afslætti og verðleggur á 35 pund, rúmar 7.000 krónur. Allar birgðirnar seldust upp á tveimur dögum þrátt fyrir að verslunin hafi pantað þrefalt magn síðasta árs. Og nóvember er ekki einu sinni hálfnaður.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira