Fótbolti

Kalou vonar að Fílabeinsströndin lendi með Englandi í riðli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Salomon Kalou framherji Chelsea og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar.
Salomon Kalou framherji Chelsea og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar. Mynd/AFP

Salomon Kalou framherji Chelsea og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar á sína óskamótherja þegar verður dregið í riðla í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku seinna í þessum mánuði. Hann vill mæta Englendingum.

Hinn 24 ára gamli Salomon Kalou myndi þá spila við hlið Dider Drogba á móti félögum þeirra í Chelsea, John Terry, Frank Lampard og Ashley Cole.

„Ég hef talað um það við Didier að lenda á móti Englandi og við erum sammála um það að það væri gaman að mæta þeim. Þeir eru með topplið," sagði Salomon Kalou og bætti við: „Það væri gott að spila á móti Cole, Lampard og Terry þó að það væri vissulega svolítið skrítið."

Kalou hefur trú á enska landsliðinu undir stjórn Fabio Capello. „England getur unnið HM að því að þeir hafa marga góða leikmenn. Þeir geta gert usla í keppninni. Liðið er að spila betur núna enda með þjálfara eins og Fabio Capello sem er mjög harður við sína leikmenn," sagði Kalou.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×