Enski boltinn

West Ham á eftir Hutton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Hutton í leik með Tottenham.
Alan Hutton í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

West Ham hefur áhuga á að fá varnarmanninn Alan Hutton í sínar raðir en hann hefur fá tækifæri fengið hjá Tottenham í ár.

Hutton kom til Tottenham frá Rangers en hann hefur átt við meiðsli að stríða af og til síðan þá. Þar að auki virðist Vedran Corluka ofar í goggunnarröðinni hjá Harry Redknapp knattspyrnustjóra.

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Sky Sports munu þó nokkur félög hafa áhuga á að fá Hutton í sínar raðir. West Ham er sagt vilja fá bakvörð til félagsins til að fylla skarð Lucas Neill og gæti Hutton verið rétti maðurinn til þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×