Erlent

París teygir sig til hafs

París, höfuðborg Frakklands, mun á næstu tveimur áratugum teygja sig alla leið til hafs og liggja þá að Ermarsundi. Nicolas Sarkozy forseti kynnti þessa hugmynd nú í vikunni og útfærslu hennar sem var í höndum arkitektsins Antoine Grumbach.

Ætlunin er að París byggist út að hafnarborginni Le Havre og tengist henni. Hugmyndin er reyndar ekki ný af nálinni því Napóleón Bónaparte Frakklandskeisari lét sig dreyma um nákvæmlega sama hlut á öndverðri 19. öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×