Innlent

Frjálslyndi flokkurinn starfi áfram

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson telur að Frjálslyndi flokkurinn eigi að starfa áfram. Hann hyggst ekki víkja sem formaður flokksins. Miðstjórn Frjálslynda flokksins kemur saman til fundar í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin eftir þingkosningarnar á laugardaginn þegar flokkurinn þurrkaðist út af þingi.

„Framtíð flokksins er hópákvörðun en ekki persónuleg ákvörðun mín. Þetta verður rætt á fundinum í dag,“ segir formaðurinn og bætir við að engan bilbug sé að finna á flokksmönnum sem horfi til sveitastjórnarkosninganna að ári. „Ég skynja mikinn hug í fólki að bjóða fram að nýju.“

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrum varaformaður flokksins og aðstoðarmaður Guðjóns, hefur farið fram á að haldinn verði auka landsfundur sem fyrst þar sem ný forysta flokksins verði valinn.

Guðjón ætlar ekki að víkja og vill vinna áfram að hagsmunum flokksins sem formaður. „Magnús er búinn að fara á móti mér einu sinni á landsfundi og fékk að mig minnir 15 atkvæði. Hann er kannski að íhuga það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×