Innlent

Gagnrýna hægagang í stjórnarmyndunarviðræðum

Forystumenn Borgarahreyfingarinnar á fundi með blaðamönnum 30. mars.
Forystumenn Borgarahreyfingarinnar á fundi með blaðamönnum 30. mars. Mynd/GVA

Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar lýsir áhyggjum sínum af hægagangi í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum og því sem þingflokkurinn kallar foringjastjórnmál. Þingmennirnir hvetja til víðtækara samráðs við nýkjörið þing sem þeir vilja að verði kallað saman hið fyrsta.

Í tilkynningu frá þingflokknum segir að mótmæli við Alþingi í janúar hafi ekki snúist Evrópusambandið heldur um bankahrunið og aðgerðarleysi stjórnvalda. Brýn mál er varða aðstoð við heimilin og fyrirtækin í landinu verði að hafa forgang.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×