Enski boltinn

The Sunday Mirror: Arsenal hefur áhuga á að fá Bellamy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy tjáir sig oft frjálslega við dómara.
Craig Bellamy tjáir sig oft frjálslega við dómara. Mynd/AP

Arsenal hefur áhuga á því að kaupa framherjann Craig Bellamy frá Manchester City ef marka má frétt í The Sunday Mirror í morgun. Bellamy var ósáttur við brottvikningu Mark Hughes og var síðan á bekknum í fyrsta leiknum undir stjórn Roberto Mancini í gær.

Arsenal er að leita sér að framherja til þess að fylla í skarð Robin van Persie sem verður kannski ekkert meira með á tímabilinu. The Sunday Mirror hefur það eftir ónefndum þjálfara sem hefur unnið með Bellamy að Craig Bellamy sé stríðsmaður og einmitt týpan sem Arsenal þarf á að halda.

Craig Bellamy sem er 30 ára gamall hefur leikið með sex félögum í ensku úrvalsdeildinni, Coventry, Newcastle, Blackburn, Liverpool, West Ham og Manchester City.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×