Enski boltinn

Rio gæti misst sæti sitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand í leik með Manchester United.
Rio Ferdinand í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Rio Ferdinand eigi það á hættu að missa sæti sitt bæði í liði United sem og enska landsliðinu ef að frammistaða hans fer ekki að batna.

Ferdinand hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjum United og enska landsliðsins í haust. Honum tókst til að mynda ekki að koma í veg fyrir mark Fernando Torres í leik United og Liverpool um helgina.

„Hann verður að koma sér í gott form," sagði Ferguson við enska fjölmiðla. „Það skiptir miklu máli þegar kemur að því fyrir þjálfarann að velja sitt sterkasta lið."

„Manni standa oftast fleiri valmöguleikar til boða í vörninni en annars staðar á vellinum. Hann þarf að koma sér í sitt besta form sem allra fyrst," bætti Ferguson við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×