Sjóðurinn ræður við íbúðalán bankanna 22. september 2009 06:30 Forstjóri Íbúðalánasjóðs á ekki von á því að lífeyrissjóðslán verði færð til sjóðsins.Fréttablaðið / vilhelm Forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) segir að í raun sé ekkert sem komi í veg fyrir það að sjóðurinn geti tekið við öllum húsnæðislánum bankanna svo fremi sem stjórnvöld veiti til hans auknu fé í samræmi við aukin umsvif. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að innan ríkisstjórnarinnar sé vilji fyrir því að ÍLS taki yfir öll húsnæðislán stóru bankanna þriggja. Með þessari leið sé ætlunin að auðvelda það að bjóða upp á samræmd úrræði fyrir skuldara og tryggja jafnræði á milli þeirra. Þessi leið er sú sem helst hefur verið rædd upp á síðkastið í ráðherranefnd um úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum, sem stefnir á að skila af sér tillögum í vikunni eða í síðasta lagi strax eftir helgi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, lýsti efasemdum með þessa hugmynd í samtali við Ríkisútvarpið í gær, og óttaðist að Íbúðalánasjóður myndi ekki valda því að fá lánin í fangið. Guðmundur Bjarnason, forstjóri ÍLS, telur þessar áhyggjur hins vegar óþarfar. Sjóðurinn hafi í raun byrjað að undirbúa sig fyrir aðgerð af þessu tagi strax eftir bankahrunið í fyrrahaust, þegar umræða fór af stað um þennan möguleika. Tæknilega sé sjóðurinn því að mestu þegar í stakk búinn til að taka yfir lán bankanna. Guðmundur segir að lán ÍLS nemi nú um 700 milljörðum og gert sé ráð fyrir að lán bankanna séu önnur eins upphæð. „Það yrði því auðvitað um að ræða mikil aukin umsvif, ef þetta fer svo að Íbúðalánasjóður stækkar um helming," segir Guðmundur. Það myndi kalla á aukinn mannafla og húsnæði, og það væri þá stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti þau myndu styðja betur við sjóðinn. „Þau þurftu nú að styrkja bankana fjárhagslega, þannig að mér dettur í hug að það gæti orðið einhver millifærsla í því." Verið sé að skoða það hvernig ÍLS myndi meðhöndla erlendu lánin, sem sjóðurinn hefur aldrei boðið upp á sjálfur. Hugsanlegt sé að bankarnir myndu tímabundið halda utan um þau áfram í sínum innheimtukerfum, þótt þau færðust til ÍLS. Þá telur Guðmundur ólíklegt að lífeyrissjóðslán yrðu færð til ÍLS. stigur@frettabladid.is Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) segir að í raun sé ekkert sem komi í veg fyrir það að sjóðurinn geti tekið við öllum húsnæðislánum bankanna svo fremi sem stjórnvöld veiti til hans auknu fé í samræmi við aukin umsvif. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að innan ríkisstjórnarinnar sé vilji fyrir því að ÍLS taki yfir öll húsnæðislán stóru bankanna þriggja. Með þessari leið sé ætlunin að auðvelda það að bjóða upp á samræmd úrræði fyrir skuldara og tryggja jafnræði á milli þeirra. Þessi leið er sú sem helst hefur verið rædd upp á síðkastið í ráðherranefnd um úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum, sem stefnir á að skila af sér tillögum í vikunni eða í síðasta lagi strax eftir helgi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, lýsti efasemdum með þessa hugmynd í samtali við Ríkisútvarpið í gær, og óttaðist að Íbúðalánasjóður myndi ekki valda því að fá lánin í fangið. Guðmundur Bjarnason, forstjóri ÍLS, telur þessar áhyggjur hins vegar óþarfar. Sjóðurinn hafi í raun byrjað að undirbúa sig fyrir aðgerð af þessu tagi strax eftir bankahrunið í fyrrahaust, þegar umræða fór af stað um þennan möguleika. Tæknilega sé sjóðurinn því að mestu þegar í stakk búinn til að taka yfir lán bankanna. Guðmundur segir að lán ÍLS nemi nú um 700 milljörðum og gert sé ráð fyrir að lán bankanna séu önnur eins upphæð. „Það yrði því auðvitað um að ræða mikil aukin umsvif, ef þetta fer svo að Íbúðalánasjóður stækkar um helming," segir Guðmundur. Það myndi kalla á aukinn mannafla og húsnæði, og það væri þá stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti þau myndu styðja betur við sjóðinn. „Þau þurftu nú að styrkja bankana fjárhagslega, þannig að mér dettur í hug að það gæti orðið einhver millifærsla í því." Verið sé að skoða það hvernig ÍLS myndi meðhöndla erlendu lánin, sem sjóðurinn hefur aldrei boðið upp á sjálfur. Hugsanlegt sé að bankarnir myndu tímabundið halda utan um þau áfram í sínum innheimtukerfum, þótt þau færðust til ÍLS. Þá telur Guðmundur ólíklegt að lífeyrissjóðslán yrðu færð til ÍLS. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira